Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 08:57 Frá fundi björgunarsveitarfólks í gærmorgun áður en lagt var af stað til leitar. vísir Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. Umfangsmesta leit sem Landsbjörg hefur skipulagt fór fram í gær en þá leituðu um 570 björgunarsveitarmenn að Birnu frá klukkan níu um morguninn og fram á kvöld. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að í dag séu um 400 manns búnir að skrá sig inn til leitar en hann kveðst allt eins eiga von á því að um 500 manns taki þátt. „Við náðum að fara yfir um helming verkefnanna í gær og gerum ráð fyrir að ljúka verkefninu í dag, það er að klára að fara yfir þessi tvö þúsund leitarsvæði sem lagt var upp með,“ segir Þorsteinn. Líkt og í gær verður aðaláhersla leitarfólks á Reykjanesið og svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, á vegum og við vegslóða. Lögð er minni áhersla á svæðið vestan Hvalfjarðargangna þar sem rauður Kia Rio-bíll, sem lögreglu grunar að Birna hafi farið upp í, fór ekki um göngin. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni að Birnu síðan á mánudag. Aðspurður hvernig hljóðið er í leitarfólki segir Þorsteinn: „Okkar fólk er kappsfullt og mikil einurð og samkennd í hópnum. Við erum með þetta yfirlýsta markmið að ljúka helginni á því að Birna finnist eða einhverjar afgerandi vísbendingar um hvar hana gæti verið að finna og við förum alltaf vongóð af stað í svona leit.“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01