Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 17:46 Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53