Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 17:46 Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík af konu, sem lögregla telur allar líkur á að sé af Birnu, fannst í fjörunni við Selvogsvita um klukkan eitt í dag. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem kom auga á líkið í fjörunni. Skipverjarnir tveir eru meðvitaðir um að blóð úr Birnu fannst í bílaleigubílnum sem þeir höfðu á leigu nóttina sem Birna hvarf. Þeim hefur hins vegar ekki verið tilkynnt um líkfundinn í dag, ekki af lögreglu hið minnsta, en utan lögreglu mega aðeins verjendur mannanna mega ræða við þá. Ekki liggur fyrir hvenær Birnu var ráðinn bani. Talið er að lík hennar hafi rakið í fjöruna við vitann. Hins vegar er ekki talið að því hafi verið kastað í sjóinn úr Polar Nanoq heldur frekar annars staðar við strandlengjuna.Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögregla boðaði til klukkan 17 vegna líkfundarins. Fundinn í heild má sjá í spilaranum að ofan. Bíllinn sem mennirnir höfðu á leigu var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Leita að vopni en ekki ákveðnu vopni Lögregla vildi ekki gefa upp hvort áverkar hefðu fundist á líkinu. Þá vildi lögregla ekki svara spurningum um hvort grunur væri á því að kynferðisbrot hefði verið framið. Farsími hennar var ekki á henni frekar en nokkuð annað.Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, segir að lögregla leiti að vopni við rannsókn sína en ekki sé vitað hvaða vopni. Þá liggi ekki fyrir hvort henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Það gæti hafa verið með öðrum hætti.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem heldur utan um leitaraðgerðir, sagði að staðsetningin við Selvogsvita væri innan þeirra marka sem lögregla og björgunarsveitir hefðu afmarkað leit sína við í dag og í gær. Á sjötta hundrað manns hafa tekið þátt í leitinni að Birnu sem talin er vera sú umfangsmesta í sögu landsins.Lögregla hefur lokað veginum niður að Selvogsvita.Vísir/Jóhann K. JóhannssonVísbendingar um fund rauðra smábílaLögregla leitar enn að ökumanni hvítrar bifreiðar sem sást aka um hafnarsvæðið klukkan 12:24 á laugardaginn nærri þeim stað þar sem skór Birnu fundust á mánudagskvöld. Framundan eru frekari yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur á morgun.Lögregla hefur fengið vísbendingar um ferðir rauðra smábíla um svæðið frá Hafnarfjarðarhöfn og að Selvogsvita. Unnið verði áfram úr þeim en það sé meðal annars ástæðan fyrir því að leitað var á Reykjanesi til að byrja með. Lögregla hefur myndefni frá þessum slóðum sem á eftir að fara yfir.Frekari leitaraðgerðir eru fyrirhugaðar í dag og í kvöld en björgunarsveitarfólk kom saman seinni partinn til að endurskipuleggja leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Endurskipuleggja leitina að Birnu Verið er að kalla björgunarsveitarmenn í hús sem leitað hafa að Birnu Brjánsdóttur í dag því endurskipuleggja á leitina. 22. janúar 2017 14:48
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53