Innlent

Sigla líklega frá Íslandi í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Útgerð skipsins, Polar Seafood, bíður leyfis frá lögreglu.
Útgerð skipsins, Polar Seafood, bíður leyfis frá lögreglu. Vísir/Vilhelm
Löndun stendur úr togaranum Polar Nanoq stendur nú yfir í Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan er þó enn á svæðinu, sem er lokað. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri, segir að ekki hafi verið tilkynnt að skipið muni fara í dag. Útgerð skipsins, Polar Seafood, bíður leyfis frá lögreglu.

„Við fengum tvenn skilaboð frá lögreglunni í gær,“ segir útgerðarstjórinn Jørgen Fossheim við KNR í Grænlandi. „Annað var að mættum búast við að sigla í dag og að við þurfum fyrst á fá leyfi.“

Aflinn er um 50 tonn af karfa sem áhöfn skipsins veiddi við Grænland, áður en skipinu var snúið við aftur til Íslands. Lúðvík segir að lönduninni verði líklegast lokið fyrir hádegi.

Tveir menn úr áhöfn togarans eru grunaðir um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana fyrir rúmri viku síðan. Þar að auki var annar handtekinn vegna hvarfsins, en honum var svo sleppt. Þá var fjórði maðurinn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn þegar mikið magn af hassi fannst um borð í skipinu.

Fyrir helgi sagði Fossheim að mjög þungt væri yfir áhöfninni vegna hvarfs Birnu og vegna fíkniefnanna. Áhöfninni var boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands. Hann sagði að þeir úr áhöfninni sem vildu fara heim gætu gert það. Hins vegar stæði til að senda skipið til veiða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×