Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:44 Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera "stál í stál“. Vísir/VIlhelm Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna. Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag. SFS segir ljóst að „ógerlegt“ sé að ganga að öllum kröfum sjómanna. Í tilkynningu frá SFS segir enn fremur að samtökin telji ábyrgð verkalýðsfélaganna vera ríka. Samningur finnist ekki með því að ganga frá samningaborði. „Tillitið hefur ekki verið gagnkvæmt og verkalýðsfélögin hafa því miður ekki ljáð máls á málefnalegum sjónarmiðum SFS. Það er miður að þau treysti sér ekki til að ræða allar hliðar kjaramála. Ljóst má vera að ógerlegt er að ganga að öllum kröfum þeirra.“ Sjómannasamband Íslands segir útgerðarmenn telja sig ekki geta komið til móts við „réttlátar kröfur“ sjómanna um hækkun olíuverðsviðmiðs né bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar. „Nú reynir á samstöðuna. Stöndum saman allir sem einn og brotnum ekki,“ segir á Facebooksíðu Sjómannasambandsins eins og sjá má hér að neðan. Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins segir deiluna vera „stál í stál“. Hann varpar öllu tali um samfélagslega ábyrgð aftur til SFS og að „þeir geti ekki komið til móts við réttlátar kröfur sjómanna“. Hann segir að verkfallið muni halda áfram. Ekki sé búið að boða til nýs fundar, en samkvæmt lögum eigi hann að vera innan hálfs mánaðar. Þá segir Valmundur að hann óttist ekki lagasetningu. Því hafi verið lýst yfir innan úr stjórnkerfinu að það komi ekki til greina. „Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur uppúr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni,“ segir í tilkynningu frá samninganefndum sjómanna.
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent