Minningarathöfn um Birnu um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2017 20:39 Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. Minningarathöfn verður haldin næstkomandi laugardag til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin í gær. Gengið verður frá þeim stað þar sem Birna sást síðast á lífi. Í samtali við Vísi segir annar skipuleggjendi athafnarinnar að minningarathöfnin sé haldin með samþykki fjölskyldu Birnu. Sjá má að um rúmlega þúsund manns hafa boðað komu sína en stefnt er að því að safnast saman fyrir framan Laugaveg 31 klukkan 16.00 á laugardaginn en þar sást Birna síðast á lífi. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og kertum fleytt á Tjörnina. „Ég hvet alla til að koma saman og minnast Birnu Brjánsdóttur sem var tekin alltof fljótt frá fjölskyldu sinni vinum og ættingjum. Ég þekkti Birnu ekki en hef tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert,“ skrifar annar skipuleggjanda á Facebook-síðu minningarathafnarinnar.Íslendingar, sem og aðrir, eru harmi slegnir vegna andláts Birnu og hafa margir sent fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur. Mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Þá hafa Grænlendingar einnig minnst Birnu en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en sem kunnugt er eru tveir grænlenskir skipverjar í haldi grunaðir um aðild að dauða Birnu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Minningarathöfn verður haldin næstkomandi laugardag til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin í gær. Gengið verður frá þeim stað þar sem Birna sást síðast á lífi. Í samtali við Vísi segir annar skipuleggjendi athafnarinnar að minningarathöfnin sé haldin með samþykki fjölskyldu Birnu. Sjá má að um rúmlega þúsund manns hafa boðað komu sína en stefnt er að því að safnast saman fyrir framan Laugaveg 31 klukkan 16.00 á laugardaginn en þar sást Birna síðast á lífi. Þaðan verður gengið niður Laugaveginn og kertum fleytt á Tjörnina. „Ég hvet alla til að koma saman og minnast Birnu Brjánsdóttur sem var tekin alltof fljótt frá fjölskyldu sinni vinum og ættingjum. Ég þekkti Birnu ekki en hef tekið þetta mikið inná mig eins og öll þjóðin hefur gert,“ skrifar annar skipuleggjanda á Facebook-síðu minningarathafnarinnar.Íslendingar, sem og aðrir, eru harmi slegnir vegna andláts Birnu og hafa margir sent fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur. Mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Þá hafa Grænlendingar einnig minnst Birnu en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en sem kunnugt er eru tveir grænlenskir skipverjar í haldi grunaðir um aðild að dauða Birnu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42