Wal-Mart hefur sölu á bílum Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:48 Ein verslana Wal-Mart í Bandaríkjunum. Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent