„Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins í stöðufærslu á Facebook.
Þar birtir hann mynd af hráu nautahakki sem hann hefur komið snyrtilega fyrir ofan á tekexi. Réttur sem kannski ekki margir kannast við en líklega næring sem Sigmundur styðst við á fyrsta þingdegi nýs árs.
Hér að neðan má sjá myndina og stöðufærsluna, en hún hefur strax vakið mikla athygli.