Polar Nanoq heldur af landi brott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 17:24 Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun halda af landi brott síðar í kvöld en lögregla hefur lokið störfum um borð eftir aðgerðir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi. Í tilkynningu frá Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, segir að áhöfnin sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að Polar Seafood sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir jafnframt öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu. Þá segir einnig að atburðirnir í tengslum við hvarf Birnu hafi lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Útgerðin geti þó ekki borið ábyrgð á framferði einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. „Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.“Yfirlýsing Polar Seafood í heild sinni„Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn.Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram og gengur vonandi hratt og vel fyrir sig. Polar Seafood er yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu.Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum. Sérstakar þakkir viljum við senda stjórnvöldum, utanríkisráðuneyti og lögreglu, danska sendiráðinu og sjálfboðaliðum björgunarsveita landsins. Jørgen Fossheim,útgerðarstjóri hjá Polar Seafood“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09 Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq mun halda af landi brott síðar í kvöld en lögregla hefur lokið störfum um borð eftir aðgerðir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Tveir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi. Í tilkynningu frá Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, segir að áhöfnin sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi. Í tilkynningunni segir einnig að Polar Seafood sé yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir jafnframt öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu. Þá segir einnig að atburðirnir í tengslum við hvarf Birnu hafi lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Útgerðin geti þó ekki borið ábyrgð á framferði einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu. „Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.“Yfirlýsing Polar Seafood í heild sinni„Lögreglan á Íslandi hefur lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq og gera áætlanir ráð fyrir að skipið láti bráðlega úr höfn.Stórum hluta áhafnarinnar hefur verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. Áhöfnin er þakklát fyrir stuðning sem hún fékk í erfiðum aðstæðum á Íslandi.Tveir skipverjar Polar Nanoq eru í haldi lögreglu á Íslandi grunaðir um saknæmt athæfi í tengslum við lát Birnu Brjánsdóttur. Þá er annar þeirra grunaður um smygl á umtalsverðu magni af hassi.Rannsókn lögreglu á láti Birnu og fíkniefnafundinum um borð í skipinu heldur áfram og gengur vonandi hratt og vel fyrir sig. Polar Seafood er yfirvöldum til reiðu um hvers konar aðstoð eða upplýsingar vegna rannsóknanna, en beinir öllum fyrirspurnum vegna þeirra til lögreglu.Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá því. Allir hjá Polar Seafood eru harmi slegnir yfir atburðum og fregnum síðustu daga og votta fjölskyldu og vinum Birnu Brjánsdóttur innilega samúð sína.Við hjá Polar Seafood erum þakklát fyrir alla aðstoð á Íslandi á þessum erfiðu stundum. Sérstakar þakkir viljum við senda stjórnvöldum, utanríkisráðuneyti og lögreglu, danska sendiráðinu og sjálfboðaliðum björgunarsveita landsins. Jørgen Fossheim,útgerðarstjóri hjá Polar Seafood“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09 Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq styrkir Landsbjörg um 1,6 milljónir Vilja þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur. 23. janúar 2017 18:09
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45
Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53
Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins. 24. janúar 2017 15:50