Aukin aðsókn á sjálfsvarnarnámskeið eftir hvarf Birnu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2017 22:00 Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30