Aukin aðsókn á sjálfsvarnarnámskeið eftir hvarf Birnu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2017 22:00 Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Aukin aðsókn hefur verið á sjálfsvarnarnámskeið undanfarna daga, eða frá því að Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að borgarbúar treysti því öryggiskerfi sem sé til staðar, en að stórauka þurfi fræðslu um öryggismál. Þó að Reykjavík sé ein af öruggustu borgum heims hefur hvarf Birnu Brjánsdóttur skapað töluverða umræðu um hvað mætti betur fara í öryggismálum í miðborginni. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali á Vísi í gær að á milli 70 og 80 prósent kvenna 18 ára og eldri upplifðu sig óöruggar einar á gangi, og um þriðjungur karla. Formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar segir að borgin geti gert heilmikið til að auka öryggi, og nefnir meðal annars aukna götulýsingu, betra samstarf við skemmtistaði og fleiri öryggismyndavélar. „Aðalmálið til þess að koma í veg fyrir ofbeldi er fræðsla. Þar verðum við að standa okkur ennþá betur en við höfum gert,“ segir Heiða Björg Heimisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Borgin, skóla og frístundasvið, neyðarmóttaka og lögregla munu funda um aukna fræðslu í öryggismálum eftir helgi. „Við sjáum að tilkynningum til lögreglu eru ekki að aukast en okkur sýnist að tilkynningum til neyðarmóttöku séu að aukast. Við viljum líka að fólk treysti kerfinu. Það viti að það er hægt að leita eitthvað,“ segir Heiða BjörgKonur á aldrinum 20 til 40 ára sækja í sjálfsvarnarnámskeiðKonur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi eða næturlagu. Undanfarna daga hefur orðið ákveðin vitundarvakning um þetta og aukin áhugi hefur orðið á námskeiðum í sjálfsvörn. Jón Viðar Arnþórsson hefur haldið fjölmörg sjálfsvarnarnámskeið undanfarin ár en segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum áhuga og undanfarna daga, bæði frá einstaklingum og hópum. „Það er búið að hafa mikið samband við okkur, bæði við mig sjálfan og fleiri starfsmenn í Mjölni. Í hvert sinn sem það verður gróft ofbeldisbrot eða slæmt gerist finnum við að fleiri hafa samband við okkur,“ segir Jón Viðar. Hann segir að konur á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára séu mikill meirihluti þeirra sem hafi undanfarna daga sýnt því áhuga að læra sjálfsvörn. „Aðstæður eru breyttar í Reykjavík og fólk er ekki óhult eitt. Grunnatriði ef að manni vill líða vel og vera öruggur er hvar sem er að maður geti varið sig og sé vanur að takast á.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30