Golf

Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/gsimyndir.net/Seth
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stóð sig frábærlega á fyrsta degi á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu sem hófst á Bahamaeyjum í gær.  

Ólafía spilaði fyrstu átján holurnar á tveimur höggum undir pari en hún fékk fjóra fugla á sínum fyrsta hring á LPGA-mótaröðinni. Þetta skor skilaði henni í 37. sæti en hún deilir því með tólf öðrum kylfingum.

Verðlaunafé á mótinu er veglegt en sigurvegari þessa móts í fyrra fékk 210 þúsund dollara eða 24,5 milljónir.

Þær sem enduðu í 31. til 37. sæti á mótinu í fyrra fengu allar 9322 dollara í verðlaunafé eða rúma milljón íslenskra króna. Það má sjá það hér.

Aðeins þær sem komast í gegnum niðurskurðinn fá pening en sú af þeim sem komst í gegn en endaði í síðasta sæti á mótinu í fyrra fékk 2452 dollara eða 286 þúsund krónur íslenskar.

Það er væri mjög stórt takmark fyrir Ólafíu að komast í gegnum niðurskurðinn en það mun koma í ljós eftir annan hringinn í dag hvort að það takist hjá henni.

Ólafía hefur leik á öðrum keppnisdegi klukkan 12.37 að staðartíma en það er klukkan 17.37 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kven­kylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum.

Ólafía seint af stað í dag

Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×