Fjölmargir hönnuðir hafa tekið upp á þessu nýja kerfi, að setja vörurnar á sölu um leið og þær eru sýndar á tískuvikunum. Á meðal þeirra eru Burberuu, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Ralph Lauren og fleiri sem eru sammála um það að það er þörf á breytingum á því hvernig tískuvikurnar eru settar upp.
Þetta nýja kerfi er kallað 'See Now, Buy Now' og eru margir sem halda því fram að þetta sé framtíðin. Í dag þurfa viðskiptavinir að bíða í sex mánuði eftir að flíkur frá tískuvikunum fara á sölu. Í millitíðinni hafa því ódýrari fatabúðir líkt og Zara nægan tíma til þess að herma eftir vörunni og setja hana á sölu áður en upprunalega varan er komin í búðir.


