Lagaumhverfi gæti fælt fjárfesta frá Borgarlínunni Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Hlutur almenningssamgangna í Borgarlínunni á að vera minnst 12 prósent 2040. vísir/vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira