Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2017 20:00 Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil. Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil.
Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42