Malia Obama mótmælir áformum Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2017 20:30 Malia Obama á mótmælunum ásamt vinkonu sinni. vísir/ap Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa
Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16