Mótmælt víða um Bandaríkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 22:15 Mótmæli við John F. Kennedy flugvöllinn í New York. vísir/epa Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Mörg þúsund manns hafa komið saman víða um Bandaríkin í dag og mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum sjö þjóða inngöngu í landið. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnt og Trump verið sakaður um að brjóta á mannréttindum fólks. Mótmælt hefur verið við Hvíta húsið og flesta stærstu flugvelli Bandaríkjanna í gær og í dag og má þar meðal annars nefna JFK flugvöllinn í New York þar sem þúsundir hafa safnast saman, bæði inni á flugvellinum og fyrir utan. Þá var því jafnframt mótmælt í gær að írakski karlmaðurinn Hameed Khalid Darweesh hafi verið handtekinn við komu sína til landsins í gær, þrátt fyrir að vera með gilda vegabréfsáritun, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann gekk út af flugvellinum, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Tugþúsundir komu saman í miðborg Boston en þar hélt fólk á skiltum og hrópaði slagorð á borð við „Hleypið fólkinu okkar inn“ og „Innflytjendur gera Ameríku frábæra“ en með því er vísað til slagorðs Trump: „Make America great again“. Footage shows crowd amassing in Boston protest of Pres. Trump's immigration order, with sign reading "No Muslim Ban" https://t.co/VOd87sqMQs pic.twitter.com/V71l0iEwXk— ABC News (@ABC) January 29, 2017 Einnig er mótmælt í San Fransisco en þar hefur mikill fjöldi fólks safnast saman fyrir utan flugvöllinn. Í Dallas mótmælti fólk meðal annars með því að krjúpa á bænateppi inni á flugvellinum. Mannréttindasamtök, þjóðarleiðtogar, ríkisstjórar og stórfyrirtæki á borð við Google hafa gagnrýnt þessa stefnu Trump hafðlega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé ekki réttlætanlegt að gera íbúa tiltekinna ríkja og ákveðinnar trúar tortryggilega í baráttunni við hryðjuverk. Þá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagt að hún muni ekki styðja ákvörðun forsetans og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagt að þeir sem flýi ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú. Donald Trump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að tilskipunin virki vel. „Þið sjáið það á flugvöllum og alls staðar. Þetta gengur mjög vel. Bannið verður mjög strangt og við munum viðhafa mjög strangt eftirlit,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16