Gefa pör saman í hverri sýningu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:00 Þau Guðrún Selma, Gígja, Loji og Eleni sem standa á bak við verkið A Guide to the Perfect Human. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég og Gígja Jónsdóttir unnum saman að dansleikhúsverkinu The drop dead diet en það fjallaði um nýjan megrunarkúr sem við bjuggum til. Það samstarf gekk svo vel að okkur langaði að taka þessa hugmynd lengra, það er baráttu mannsins við einhverja fullkomna ímynd sem samfélagið setur okkur. Því lá beinast við að færa sig frá hinum fullkomna líkama yfir í hina fullkomnu manneskju eins og hún leggur sig,“ segir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir um verkið A guide to the perfect human sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 14. janúar. „Verkið fjallar um hugmyndir okkar um hina fullkomnu manneskju og þær leiðir sem við notum til þess að reyna að verða sú manneskja. Verkið gerist í brúðkaupi og brúðkaupsveislu. Í veislunni spretta upp hinar ýmsu senur sem nálgast viðfangsefnið hin fullkomna manneskja frá mismunandi sjónarhornum. Þannig að fólk er bæði leikhúsgestir og gestir í raunverulegri brúðkaupsveislu. Við Gígja semjum sýninguna og stjórnum henni en Loji Höskuldsson, höfundur tónlistarinnar, og Eleni, leikmynda- og búningahönnuður, taka mjög virkan þátt í sköpunarferlinu – við Gígja og Loji verðum á sviðinu. En þar sem við erum að vinna með skilin á milli raunveruleika og sviðsetningar þá komum við fram sem við sjálf í verkinu. Við verðum líka með tíu þjóna og fullt af leynigestum sem koma fram sem þeir sjálfir sem ákveðin birtingarmynd hinnar fullkomnu manneskju.“Hvernig hefur ferlið gengið hjá ykkur? „Það er komið eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði og rúmt hálft ár síðan við byrjuðum að vinna formlega að verkinu. Æfingaferlið hefur verið öðruvísi heldur en öll önnur listræn ferli sem við höfum farið í gegnum. Við erum með mikið af fólki í sýningunni sem þarf að leikstýra og semja hreyfingar fyrir og svo erum við líka í því að hanna matseðilinn og skipuleggja brúðkaup. Svo er það sýningin sjálf sem byggist upp að vissu marki á áhorfendunum og brúðkaupsgestunum þannig að þann hluta er ekki hægt æfa að fullu nema bara vera á tánum í sýningunni.“Hvernig gekk að fá fólk til að vera með í sýningunni? „Í hverri sýningu verður eitt par gefið saman og það gekk bara ótrúlega vel að fá fólk til að vera með. Við auglýstum eftir fólki í haust og fullt af fólki hafði áhuga. Að lokum voru þrjú ótrúlega hress og skemmtileg pör sem vildu taka þátt. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa verið saman í góðan tíma, langaði að taka stóra skrefið en vildu gera það á óhefðbundinn hátt og gripu þá þetta tækifæri.“ Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er sýnt í Tjarnarbíói 14., 20. og 21. janúar og hefjast allar sýningarnar klukkan sjö. Menning Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
„Ég og Gígja Jónsdóttir unnum saman að dansleikhúsverkinu The drop dead diet en það fjallaði um nýjan megrunarkúr sem við bjuggum til. Það samstarf gekk svo vel að okkur langaði að taka þessa hugmynd lengra, það er baráttu mannsins við einhverja fullkomna ímynd sem samfélagið setur okkur. Því lá beinast við að færa sig frá hinum fullkomna líkama yfir í hina fullkomnu manneskju eins og hún leggur sig,“ segir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir um verkið A guide to the perfect human sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 14. janúar. „Verkið fjallar um hugmyndir okkar um hina fullkomnu manneskju og þær leiðir sem við notum til þess að reyna að verða sú manneskja. Verkið gerist í brúðkaupi og brúðkaupsveislu. Í veislunni spretta upp hinar ýmsu senur sem nálgast viðfangsefnið hin fullkomna manneskja frá mismunandi sjónarhornum. Þannig að fólk er bæði leikhúsgestir og gestir í raunverulegri brúðkaupsveislu. Við Gígja semjum sýninguna og stjórnum henni en Loji Höskuldsson, höfundur tónlistarinnar, og Eleni, leikmynda- og búningahönnuður, taka mjög virkan þátt í sköpunarferlinu – við Gígja og Loji verðum á sviðinu. En þar sem við erum að vinna með skilin á milli raunveruleika og sviðsetningar þá komum við fram sem við sjálf í verkinu. Við verðum líka með tíu þjóna og fullt af leynigestum sem koma fram sem þeir sjálfir sem ákveðin birtingarmynd hinnar fullkomnu manneskju.“Hvernig hefur ferlið gengið hjá ykkur? „Það er komið eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði og rúmt hálft ár síðan við byrjuðum að vinna formlega að verkinu. Æfingaferlið hefur verið öðruvísi heldur en öll önnur listræn ferli sem við höfum farið í gegnum. Við erum með mikið af fólki í sýningunni sem þarf að leikstýra og semja hreyfingar fyrir og svo erum við líka í því að hanna matseðilinn og skipuleggja brúðkaup. Svo er það sýningin sjálf sem byggist upp að vissu marki á áhorfendunum og brúðkaupsgestunum þannig að þann hluta er ekki hægt æfa að fullu nema bara vera á tánum í sýningunni.“Hvernig gekk að fá fólk til að vera með í sýningunni? „Í hverri sýningu verður eitt par gefið saman og það gekk bara ótrúlega vel að fá fólk til að vera með. Við auglýstum eftir fólki í haust og fullt af fólki hafði áhuga. Að lokum voru þrjú ótrúlega hress og skemmtileg pör sem vildu taka þátt. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa verið saman í góðan tíma, langaði að taka stóra skrefið en vildu gera það á óhefðbundinn hátt og gripu þá þetta tækifæri.“ Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er sýnt í Tjarnarbíói 14., 20. og 21. janúar og hefjast allar sýningarnar klukkan sjö.
Menning Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning