Landbúnaður njóti áfram ríkisstuðnings Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson undirrituðu stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni í gær. vísir/ernir „Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira