Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 21:54 Björt Ólafsdóttir tekur við umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02