Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 21:54 Björt Ólafsdóttir tekur við umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02