Listamenn geta ekki lifað á loftinu Guðný Hrönn skrifar 11. janúar 2017 09:45 Kristín Dóra Ólafsdóttir myndlistarnemi mun halda erindi í kvöld í Stúdentakjallaranum um hvort hægt sé að lifa af list. Vísir/Anton Brink Kristín Dóra Ólafsdóttir er 24 ára myndlistarkona á lokaárinu sínu í BA-námi í myndlist við LHÍ. Kristín Dóra hefur áhuga á málefnum listafólks en telur að það sé erfitt að lifa af listsköpun á Íslandi sökum þess að störf listamanna eru ekki alltaf metin að verðleikum. Aðspurð hvort hún sjái fram á að geta einhvern tímann unnið alfarið fyrir sér með listsköpun kveðst myndlistarneminn Kristín Dóra Ólafsdóttir ekki vera viss. „Ég held að það sé erfitt, sérstaklega á Íslandi. Störf listamanna eru ekki alltaf metin að verðleikum og óhefðbundinn vinnutími passar ekki við hugmyndir fólks um fullt starf. Ég er heppnari en margir því listin sem ég geri er á formi sem hægt er að selja frekar auðveldlega,“ segir Kristín Dóra sem vinnur mest með orð og ljóð í myndverkum. „Þar sem ég er enn í námi og í vernduðu umhverfi skólans finnst mér hugmyndin um að vera listamaður í fullu starfi enn mjög góð. Það krefst þó þrautseigju og ef ég ætla að láta það verða að veruleika þá þarf ég að skapa mín eigin tækifæri,“ segir Kristín, sem hefur þó alltaf séð fyrir sér að vinna við eitthvað annað samhliða því að skapa list. „En það er kannski hægt að lifa alfarið af list ef maður er duglegur og tilbúinn að taka að sér alls konar verkefni. Tækifæri til sköpunar eru hvarvetna en það er ekki hægt að lifa á loftinu,“ segir Kristín Dóra og bætir við að hún sé kennurum sínum í LHÍ þakklát. „Ég er þeim þakklát fyrir að hafa sagt mér satt um hversu mikið hark það sé að vera starfandi listamaður, þó að þau séu kennarar þá eru þau fyrst og fremst listamenn.“ Kristín Dóra segist finna fyrir ákveðnum fordómum gagnvart listafólki í samfélaginu en einnig miklum áhuga. „Orðræðan um starfandi listamenn getur verið dæmandi og hörð. Árlega, við úthlutun listamannalauna, fara raddir á kreik um lögmæti þeirra sem segja alltaf það sama: ef þú ert nógu góður listamaður áttu að geta starfað án þessara styrkja. Mér þykir þetta mjög hættuleg umræða því það er í raun hægt að yfirfæra þetta á allar starfsstéttir. Tímabundin laun fyrir ákveðin verkefni getur ekki talist mjög öruggt til framtíðar,“ útskýrir Kristín Dóra.Erfitt að setja verðmiða á listEins og áður sagði telur Kristín Dóra að störf listamanna séu ekki alltaf metin að verðleikum og sumum þykir meira að segja sjálfsagt að listamenn vinni frítt. „Ég held að þetta sé algengt viðhorf. En með herferðum eins og Borgum myndlistarmönnum hefur umræða opnast um þetta og ég vona að þetta sé að breytast. Ég hef tekið tilboðum sem eru góð á ferilskrá og kennt mér mikið þrátt fyrir að þau séu ólaunuð. En listin er svo nátengd manneskjunni þannig að stundum er erfitt að setja verðmiða á hana. Maður þarf bara að læra að setja tímann sinn og vinnu í samhengi við laun.“ Aðspurð hvað sé það besta og versta við að vera listamaður á Íslandi tekur Kristín Dóra takmörkuð tækifæri sem dæmi um það versta. „Það versta er líklega smæðin. Tækifærin eru þess vegna ekki mjög mörg en þar af leiðandi verður til meira rými til að búa þau til sjálfur. Ég held svo að það besta sé í raun hversu auðvelt það er að fara og koma aftur en að mínu mati þurfa listamenn að sækja sér vitneskju annað til að staðna ekki,“ segir Kristín, sem fór í fyrra í skiptinám til Gautaborgar. „Þar fékk ég aðeins aðra sýn á skólaumhverfið og listasenuna. Fjarlægðin í smá stund gerði mér gott og því kunni ég að meta Reykjavík aðeins meira þegar ég kom heim,“ segir Kristín Dóra, sem verður með erindi á fyrirlestrinum Er hægt að lifa af list? sem verður í Stúdentakjallaranum í kvöld klukkan 18.00. Áhugasamir geta svo kynnt sér verk Kristínar Dóru á vef hennar, kristindora.com. Menning Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Kristín Dóra Ólafsdóttir er 24 ára myndlistarkona á lokaárinu sínu í BA-námi í myndlist við LHÍ. Kristín Dóra hefur áhuga á málefnum listafólks en telur að það sé erfitt að lifa af listsköpun á Íslandi sökum þess að störf listamanna eru ekki alltaf metin að verðleikum. Aðspurð hvort hún sjái fram á að geta einhvern tímann unnið alfarið fyrir sér með listsköpun kveðst myndlistarneminn Kristín Dóra Ólafsdóttir ekki vera viss. „Ég held að það sé erfitt, sérstaklega á Íslandi. Störf listamanna eru ekki alltaf metin að verðleikum og óhefðbundinn vinnutími passar ekki við hugmyndir fólks um fullt starf. Ég er heppnari en margir því listin sem ég geri er á formi sem hægt er að selja frekar auðveldlega,“ segir Kristín Dóra sem vinnur mest með orð og ljóð í myndverkum. „Þar sem ég er enn í námi og í vernduðu umhverfi skólans finnst mér hugmyndin um að vera listamaður í fullu starfi enn mjög góð. Það krefst þó þrautseigju og ef ég ætla að láta það verða að veruleika þá þarf ég að skapa mín eigin tækifæri,“ segir Kristín, sem hefur þó alltaf séð fyrir sér að vinna við eitthvað annað samhliða því að skapa list. „En það er kannski hægt að lifa alfarið af list ef maður er duglegur og tilbúinn að taka að sér alls konar verkefni. Tækifæri til sköpunar eru hvarvetna en það er ekki hægt að lifa á loftinu,“ segir Kristín Dóra og bætir við að hún sé kennurum sínum í LHÍ þakklát. „Ég er þeim þakklát fyrir að hafa sagt mér satt um hversu mikið hark það sé að vera starfandi listamaður, þó að þau séu kennarar þá eru þau fyrst og fremst listamenn.“ Kristín Dóra segist finna fyrir ákveðnum fordómum gagnvart listafólki í samfélaginu en einnig miklum áhuga. „Orðræðan um starfandi listamenn getur verið dæmandi og hörð. Árlega, við úthlutun listamannalauna, fara raddir á kreik um lögmæti þeirra sem segja alltaf það sama: ef þú ert nógu góður listamaður áttu að geta starfað án þessara styrkja. Mér þykir þetta mjög hættuleg umræða því það er í raun hægt að yfirfæra þetta á allar starfsstéttir. Tímabundin laun fyrir ákveðin verkefni getur ekki talist mjög öruggt til framtíðar,“ útskýrir Kristín Dóra.Erfitt að setja verðmiða á listEins og áður sagði telur Kristín Dóra að störf listamanna séu ekki alltaf metin að verðleikum og sumum þykir meira að segja sjálfsagt að listamenn vinni frítt. „Ég held að þetta sé algengt viðhorf. En með herferðum eins og Borgum myndlistarmönnum hefur umræða opnast um þetta og ég vona að þetta sé að breytast. Ég hef tekið tilboðum sem eru góð á ferilskrá og kennt mér mikið þrátt fyrir að þau séu ólaunuð. En listin er svo nátengd manneskjunni þannig að stundum er erfitt að setja verðmiða á hana. Maður þarf bara að læra að setja tímann sinn og vinnu í samhengi við laun.“ Aðspurð hvað sé það besta og versta við að vera listamaður á Íslandi tekur Kristín Dóra takmörkuð tækifæri sem dæmi um það versta. „Það versta er líklega smæðin. Tækifærin eru þess vegna ekki mjög mörg en þar af leiðandi verður til meira rými til að búa þau til sjálfur. Ég held svo að það besta sé í raun hversu auðvelt það er að fara og koma aftur en að mínu mati þurfa listamenn að sækja sér vitneskju annað til að staðna ekki,“ segir Kristín, sem fór í fyrra í skiptinám til Gautaborgar. „Þar fékk ég aðeins aðra sýn á skólaumhverfið og listasenuna. Fjarlægðin í smá stund gerði mér gott og því kunni ég að meta Reykjavík aðeins meira þegar ég kom heim,“ segir Kristín Dóra, sem verður með erindi á fyrirlestrinum Er hægt að lifa af list? sem verður í Stúdentakjallaranum í kvöld klukkan 18.00. Áhugasamir geta svo kynnt sér verk Kristínar Dóru á vef hennar, kristindora.com.
Menning Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira