Búast má við sleggjum úr íslensku tónlistarlífi í Söngvakeppninni í ár Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 13:31 Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins. Vísir/Daníel Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“ Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“
Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57