Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 17:47 Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir Birnu. vísir/skjáskot Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55