„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. janúar 2017 19:01 Rætt var við móður Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels