Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjarleit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmtistaðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flatahraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk.Birna BrjánsdóttirLögreglu- og björgunarsveitarmenn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnarfirði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref.Faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, deildi myndbandinu að neðan í þeirri von að það gæti hjálpað til við leitina.„Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Laugaveginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigurlaug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjarleit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmtistaðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flatahraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk.Birna BrjánsdóttirLögreglu- og björgunarsveitarmenn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnarfirði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref.Faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, deildi myndbandinu að neðan í þeirri von að það gæti hjálpað til við leitina.„Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Laugaveginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigurlaug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10 Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Leitin að Birnu í „algjörum forgangi“ hjá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjánsdóttur, sem er fædd árið 1996. 15. janúar 2017 21:10
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. 15. janúar 2017 19:01