Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 14:41 Það er ekki óvenjulegt að skipulögð leit að Birnu Brjánsdóttur hafi ekki hafist fyrr en í dag að sögn Stefáns Baldurs Árnasonar, björgunarsveitarmanns, en hann tekur þátt í að leita að Birnu í miðbæ Reykjavíkur núna. Lögreglan taki ákvarðanir um framgang leitarinnar og björgunarsveitirnar starfi í umboði hennar. Björgunarsveitarmenn munu leita á meðan enn er bjart og svo verður staðan tekin. Birnu hefur verið saknað síðan á laugardag og leita nú á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna að henni en leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Er leitað í 300 metra radíus út frá þeim stað og í raun velt við hverjum steini og svæðið fínkembt. „Ég og við sem erum hér að leita búum ekki yfir öllum upplýsingum. Það er lögreglan að höfðu samráði við svæðisstjórn sem tekur ákvörðun um framgang leitarinnar. Í þessu tilviki væntanlega geri ég ráð fyrir því að það hafi ekki verið talið að nægilegar upplýsingar lægju fyrir til að það væri hægt að byggja ákveðna leit,“ sagði Stefán Baldur í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag. Útgangspunktur leitar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHefðbundin innanbæjarleit Hann segir leitina nákvæmlega eins og hverja aðra innanbæjarleit. „Hér er bara annars konar landslag og við leitum þar af leiðandi öðruvísi, beitum annars konar aðferðum en hún er ekkert frábrugðin öðrum leitum innanbæjar.“ Björgunarfólkið leitar fyrst og fremst að vísbendingum. „Við erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum. Eins og komið hefur fram þá sást hún síðast hér í nágrenninu og það hefur verið tekin ákvörðun um að leita þetta svæði almennilega.“ Stefán segir að Landsbjörg starfi alltaf í umboði lögreglu og taki ekki ákvarðanir upp á eigin spýtur hvort hefja eigi leit eða ekki. „Þannig er keðjan og þá eru boð látin ganga. Það er kallað eftir sérhæfðum leitarmönnum til að byrja með en við eigum massann inni.“Björgunarsveitarmenn í miðbæ Reykjavíkur í dag.vísir/eyþórSeinast vitað að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem sími hennar sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum skóm þegar hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Það er ekki óvenjulegt að skipulögð leit að Birnu Brjánsdóttur hafi ekki hafist fyrr en í dag að sögn Stefáns Baldurs Árnasonar, björgunarsveitarmanns, en hann tekur þátt í að leita að Birnu í miðbæ Reykjavíkur núna. Lögreglan taki ákvarðanir um framgang leitarinnar og björgunarsveitirnar starfi í umboði hennar. Björgunarsveitarmenn munu leita á meðan enn er bjart og svo verður staðan tekin. Birnu hefur verið saknað síðan á laugardag og leita nú á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna að henni en leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Er leitað í 300 metra radíus út frá þeim stað og í raun velt við hverjum steini og svæðið fínkembt. „Ég og við sem erum hér að leita búum ekki yfir öllum upplýsingum. Það er lögreglan að höfðu samráði við svæðisstjórn sem tekur ákvörðun um framgang leitarinnar. Í þessu tilviki væntanlega geri ég ráð fyrir því að það hafi ekki verið talið að nægilegar upplýsingar lægju fyrir til að það væri hægt að byggja ákveðna leit,“ sagði Stefán Baldur í samtali við fréttastofu í hádeginu í dag. Útgangspunktur leitar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHefðbundin innanbæjarleit Hann segir leitina nákvæmlega eins og hverja aðra innanbæjarleit. „Hér er bara annars konar landslag og við leitum þar af leiðandi öðruvísi, beitum annars konar aðferðum en hún er ekkert frábrugðin öðrum leitum innanbæjar.“ Björgunarfólkið leitar fyrst og fremst að vísbendingum. „Við erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum. Eins og komið hefur fram þá sást hún síðast hér í nágrenninu og það hefur verið tekin ákvörðun um að leita þetta svæði almennilega.“ Stefán segir að Landsbjörg starfi alltaf í umboði lögreglu og taki ekki ákvarðanir upp á eigin spýtur hvort hefja eigi leit eða ekki. „Þannig er keðjan og þá eru boð látin ganga. Það er kallað eftir sérhæfðum leitarmönnum til að byrja með en við eigum massann inni.“Björgunarsveitarmenn í miðbæ Reykjavíkur í dag.vísir/eyþórSeinast vitað að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem sími hennar sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum skóm þegar hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52