Innlent

Vigdís Ósk aðstoðar Jón

atli ísleifsson skrifar
Vigdís Ósk hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mun hefja störf í ráðuneytinu á næstu dögum.
Vigdís Ósk hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mun hefja störf í ráðuneytinu á næstu dögum.
Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og mun hefja störf í ráðuneytinu á næstu dögum.

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir að Vigdís Ósk hafi lokið BA prófi í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006, meistaraprófi 2008 og árið eftir hafi hún hlotið málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

„Árið 2013 lauk hún LLM prófi í alþjóðlegum refsirétti frá University of Sussex í Bretlandi. Meðfram námi starfaði hún hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra og hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Eftir útskrift starfaði hún sem héraðsdómslögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka. Frá árinu 2015 hefur hún verið lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hún sinnti undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp og önnur þingmál og tók þátt í samskiptum við Alþingi. Einnig annaðist hún lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna.

Vigdís Ósk hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar svo og í stjórn evrópsku og norrænu ættleiðingarsamtakanna, setið í ritstjórn tímaritsins Lögfræðings og í stjórn Félags kvenna í lögmennsku. Þá hefur hún setið í kjörstjórn Garðabæjar bæði fyrir kosningar til Alþingis og forsetakosningar. Maður hennar er Gerald Häsler, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, og eiga þau tvær dætur,“ segir í fréttinni.


Tengdar fréttir

Gylfi aðstoðar Benedikt áfram

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×