Lögreglan lokar Hafnarfjarðarhöfn Snærós Sindradóttir skrifar 17. janúar 2017 01:37 Björgunarsveitarfólk gerir gúmmíbát klárt fyrir leitaraðgerðir við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan tvö í nótt. Vísir/SÁP Lögreglan er búin að loka hafnarsvæðinu við Hafnarfjörð en heimildir fréttastofu herma að þar hafi í kvöld fundist einn Dr. Martens skór sem svipar til skós sem Birna Brjánsdóttir var í þegar hún hvarf. Lögregla segir skóinn mjög svipaðan þeim sem Birna á en ekki sé hægt að fullyrða að skórinn sé af henni.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér.Björgunarsveitarfólk er mætt á vettvang en vegfarendum er haldið langt frá athafnasvæði lögreglu og björgunaraðila. Bíll sérsveitarinnar er einnig mættur á höfnina. Fyrr í kvöld hófu að berast tíðindi af skónum á samfélagsmiðlum en þá bárust þau tíðindi að skórinn hefði fundist við Kaldársel efst í Hafnarfirði. Það hefur verið borið til baka en Kaldárssel er í sex kílómetra beinni loftlínu frá Hafnarfjarðarhöfn. Köfunardeild er á svæðinu og verið er að gera gúmmíbát tilbúinn til að nota við leitina.Hér fyrir neðan má sjá myndband af björgunarsveitarfólki gera sig klárt fyrir leit á báti í Hafnarfjarðarhöfn fyrr í nótt.Saknað í þrjá sólarhringa Birna hefur nú verið týnd í tæpa þrjá sólarhringa. Hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra klukkan fimm að morgni laugardags og sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. iPhone sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 en þá var slökkt á honum. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í dag að slökkt hefði verið á honum. Hann varð ekki rafmagnslaus. Þá birti lögregla myndband með myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur þar sem sjá mátti Birnu ganga Austurstrætið, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Myndbandið má sjá að neðan.Frekar í bíl á HverfisgötuTengsl síma Birnu Brjánsdóttur við símamöstrin í miðbænum benda til þess að hún hafi ekki farið inn í bíl á Laugavegi heldur frekar á Hverfisgötu. Mikil leit stendur yfir að rauðum Kia Rio fólksbíl en það hvernig síminn tengist símamöstrum miðbæjarins bendir til þess að sími Birnu hafi ferðast í öfuga átt við bílinn. Lögreglan hefur birt myndband af Birnu þar sem hún gengur upp Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Í lok myndbandsins, þegar Birna er stödd við Klapparstíg, er sími hennar tengdur við símamastur í húsnæði Máls og menningar við Laugaveg. Skömmu síðar tengist sími Birnu símamastri við Lindargötu, sem getur bent til þess að Birna beygi niður af Laugavegi og á Hverfisgötu. Ekki löngu síðar tengist síminn símamastri á gamla Landsbankahúsinu á horni Barónsstígs og Laugavegar. Þremur til fjórum mínútum síðar tengist sími Birnu símamastri við Listaháskólann á horni Sæbrautar og Laugarnesvegar, en talið er fullvíst að þegar þangað sé komið, frá því að síminn tengist við Barónsstíg, sé sími Birnu kominn í ökutæki á ferð. Rúmum tuttugu mínútum síðar er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Mikilvægar upplýsingar er að finna í fjarskiptagögnum varðandi hvarf Birnu.Minna eftirlit á Hverfisgötu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mun minna myndavélaeftirlit á Hverfisgötu en á Laugavegi. Samkvæmt ofangreindum upplýsingum kemur sterklega til greina, að mati lögreglu, að myndavél við Laugaveg 31, sem kviknar á við hreyfingu, hafi ekki numið hæga hreyfingu Birnu og hún gengið niður eftir Vatnsstíg. Rauði bíllinn sem lögreglan leitar nú, í þeirri von að ökumaður bílsins reynist mikilvægt vitni, sést í myndavél keyra í öfuga átt við Birnu. Akstur hans kveikir á myndavél við Laugaveg 31 hjá Kirkjuhúsinu og verkfæraverslunina Brynju. Fimmtán til sextán sekúndum síðar sést sami bíll á næsta horni aka yfir gatnamót Laugavegar og Klapparstígs. Myndavélar lögreglu missa sjónar á bílnum við Ingólfsstræti en tímaramminn og tenging símans gerir það að verkum að lögreglu finnst afar ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn. Þó er það ekki útilokað.Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagðist í viðtali við fréttamenn í dag hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa,“ sagði Sigurlaug. „Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“Viðtalið má sjá hér að neðan. Vilja skoða samskipti á Tinder Meðal þess sem lögregla reynir nú er að komast inn á Tinder- og Snapchat-aðgang Birnu til að skoða samskipti hennar þar aðfaranótt laugardagsins. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að lögreglumenn hefðu fengið að skoða Facebook-síðu Birnu og að síðustu samskipti hennar þar hefðu átt sér stað á fimmtudag. „Það er þannig með þessi félög sem eru flest bandarísk að þau hafa stefnu um að hjálpa til þegar um er að ræða týnt fólk. Þá er það stundum þannig að þeir fallast á að gefa upplýsingar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Hafði nýverið skráð sig á Tinder. 16. janúar 2017 20:22 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Lögreglan er búin að loka hafnarsvæðinu við Hafnarfjörð en heimildir fréttastofu herma að þar hafi í kvöld fundist einn Dr. Martens skór sem svipar til skós sem Birna Brjánsdóttir var í þegar hún hvarf. Lögregla segir skóinn mjög svipaðan þeim sem Birna á en ekki sé hægt að fullyrða að skórinn sé af henni.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér.Björgunarsveitarfólk er mætt á vettvang en vegfarendum er haldið langt frá athafnasvæði lögreglu og björgunaraðila. Bíll sérsveitarinnar er einnig mættur á höfnina. Fyrr í kvöld hófu að berast tíðindi af skónum á samfélagsmiðlum en þá bárust þau tíðindi að skórinn hefði fundist við Kaldársel efst í Hafnarfirði. Það hefur verið borið til baka en Kaldárssel er í sex kílómetra beinni loftlínu frá Hafnarfjarðarhöfn. Köfunardeild er á svæðinu og verið er að gera gúmmíbát tilbúinn til að nota við leitina.Hér fyrir neðan má sjá myndband af björgunarsveitarfólki gera sig klárt fyrir leit á báti í Hafnarfjarðarhöfn fyrr í nótt.Saknað í þrjá sólarhringa Birna hefur nú verið týnd í tæpa þrjá sólarhringa. Hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra klukkan fimm að morgni laugardags og sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. iPhone sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 en þá var slökkt á honum. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í dag að slökkt hefði verið á honum. Hann varð ekki rafmagnslaus. Þá birti lögregla myndband með myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur þar sem sjá mátti Birnu ganga Austurstrætið, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Myndbandið má sjá að neðan.Frekar í bíl á HverfisgötuTengsl síma Birnu Brjánsdóttur við símamöstrin í miðbænum benda til þess að hún hafi ekki farið inn í bíl á Laugavegi heldur frekar á Hverfisgötu. Mikil leit stendur yfir að rauðum Kia Rio fólksbíl en það hvernig síminn tengist símamöstrum miðbæjarins bendir til þess að sími Birnu hafi ferðast í öfuga átt við bílinn. Lögreglan hefur birt myndband af Birnu þar sem hún gengur upp Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Í lok myndbandsins, þegar Birna er stödd við Klapparstíg, er sími hennar tengdur við símamastur í húsnæði Máls og menningar við Laugaveg. Skömmu síðar tengist sími Birnu símamastri við Lindargötu, sem getur bent til þess að Birna beygi niður af Laugavegi og á Hverfisgötu. Ekki löngu síðar tengist síminn símamastri á gamla Landsbankahúsinu á horni Barónsstígs og Laugavegar. Þremur til fjórum mínútum síðar tengist sími Birnu símamastri við Listaháskólann á horni Sæbrautar og Laugarnesvegar, en talið er fullvíst að þegar þangað sé komið, frá því að síminn tengist við Barónsstíg, sé sími Birnu kominn í ökutæki á ferð. Rúmum tuttugu mínútum síðar er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Mikilvægar upplýsingar er að finna í fjarskiptagögnum varðandi hvarf Birnu.Minna eftirlit á Hverfisgötu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er mun minna myndavélaeftirlit á Hverfisgötu en á Laugavegi. Samkvæmt ofangreindum upplýsingum kemur sterklega til greina, að mati lögreglu, að myndavél við Laugaveg 31, sem kviknar á við hreyfingu, hafi ekki numið hæga hreyfingu Birnu og hún gengið niður eftir Vatnsstíg. Rauði bíllinn sem lögreglan leitar nú, í þeirri von að ökumaður bílsins reynist mikilvægt vitni, sést í myndavél keyra í öfuga átt við Birnu. Akstur hans kveikir á myndavél við Laugaveg 31 hjá Kirkjuhúsinu og verkfæraverslunina Brynju. Fimmtán til sextán sekúndum síðar sést sami bíll á næsta horni aka yfir gatnamót Laugavegar og Klapparstígs. Myndavélar lögreglu missa sjónar á bílnum við Ingólfsstræti en tímaramminn og tenging símans gerir það að verkum að lögreglu finnst afar ólíklegt að Birna hafi farið upp í bílinn. Þó er það ekki útilokað.Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagðist í viðtali við fréttamenn í dag hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa,“ sagði Sigurlaug. „Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“Viðtalið má sjá hér að neðan. Vilja skoða samskipti á Tinder Meðal þess sem lögregla reynir nú er að komast inn á Tinder- og Snapchat-aðgang Birnu til að skoða samskipti hennar þar aðfaranótt laugardagsins. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að lögreglumenn hefðu fengið að skoða Facebook-síðu Birnu og að síðustu samskipti hennar þar hefðu átt sér stað á fimmtudag. „Það er þannig með þessi félög sem eru flest bandarísk að þau hafa stefnu um að hjálpa til þegar um er að ræða týnt fólk. Þá er það stundum þannig að þeir fallast á að gefa upplýsingar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Hafði nýverið skráð sig á Tinder. 16. janúar 2017 20:22 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Hafði nýverið skráð sig á Tinder. 16. janúar 2017 20:22
Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent