Liggur ekki fyrir hvar Birna keypti sér mat á göngu sinni um miðbæinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 15:27 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum og tæknideild skoði skóna. Rannsókn á lífssýnum sé þó afar tímafrek. vísir/anton brink Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent