Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að mikil streyta geti fylgt ástandi sem þessu og geti það leitt til margvíslegra og ólíkra tilfinninga. Sjálfsagt sé að leita aðstoðar til að fá greitt úr þeim eins vel og mögulegt er. Eru þeir sem eiga um sárt að binda vegna málsins hvattir til að hringja í hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Lítið sem ekkert hefur spurst til Birnu eftir að hún hvarf sporlaust í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita hefur komið að leitinni að Birnu og er málið í algjörum forgangi hjá lögregluyfirvöldum.