TF-LÍF komin aftur til Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 14:36 TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15