Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 16:15 Pétur Reimarsson. Vísir/Getty/SA Samtök atvinnulífsins stefna á það að tryggja tvo milljarða á næstu árum svo efla megi þróun í íslenskri máltækni. Sérfræðingar hafa bent á að íslenska tungan sé í hættu verði ekkert gert. Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, ræddi verkefni samtakanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en tilkynnt var áætlanir þeirra um að efla íslenska máltækni fyrr í mánuðinum.„Við höfum lagt til að það verði gerð einhverskonar markviss áætlun þar sem að settar verða í þetta nokkuð hundruð milljónir á ári. Við höfum talað um tvö til þrjú hundruð milljónir sem að koma annars vegar frá ríkinu, menn sæki um fé og svo koma fyrirtæki og stofnanir og aðrir með peninga á móti þannig að þetta margfaldi hvert annað,“ sagði Pétur en alls er vilji fyrir því að leggja um tvo milljarða í verkefnið. Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þróun í íslenskri máltækni og þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu.Eiríkur RögnvaldssonVísir/ValliVantar eftirfylgnina Pétur tekur undir þá gagnrýni sem Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur sett fram varðandi aðgerðaleysi stjórnvalda en í samtali við Vísi á síðasta ári benti Eiríkur á að hann hefði þrívegis tekið þátt í skýrslugerð til stjórnvalda um brýnar aðgerðir í íslenskri máltækni síðustu fimmtán árin. „Það er búið að tala um þessa máltækni í áratugi. Það hafa verið skrifaðar margar skýrslur en núna með þessum öru tæknibreytingum og og gífurlegu fjölgun á raddstýrðum tækjum hvort sem það eru símar, sjónvörp, bílar eða hvað sem það er. Stjórnmálamenn og þingið hefur ályktað um að styðja við máltækni og styðja við íslenskuna. Það hefur vantað eftirfylgnina,“ sagði Pétur. Fastlega er gert ráð fyrir að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé einskonar stafrænn aðstoðarmaður sem geti skilið flóknar fyrirskipanir, ekki ólíkt því sem mátti sjá í kvikmyndinni Her sem vakti mikla athygli árið 2013. Stórfyrirtæki vinna hörðum höndum að því að þróa slíkar vörur og æ fleiri líta dagsins ljós með hverjum deginum sem líður. Pétur segir að Íslendingar hafi hreinlega ekki efni á því að sitja mikið lengur eftir. „Ég held að það sé bara ekkert í boði fyrir okkur Íslendinga. Við þurfum að geta hugsað og talað á tungumálinu, geta haldið áfram að búa til góðan skáldskap og fylgja samfélagsþróun almennt. Ef að við erum ekki með djúpa þekkingu á íslensku og heldur ekki á öðru tungumáli þá held ég að samfélagið í heild muni dragast aftur úr þróun í öðrum löndum,“ sagði Pétur. Hann segir að brýn verkefni séu fyrir hendi til þess að vinna upp það forskot sem önnur tungumál hafa á íslenskuna. „Að geta fengið tölvuforrit sem leiðrétta fyrir mann texta samkvæmt íslenskum málreglum í fyrsta lagi og í öðru lagi að geta fengið almennilegar þýðingar á útlenskum texta meira eða minna fullkominn út úr tölvunum og í þriðja lagi að það sé hægt að tala við tölvurnar þannig að þær skilji íslensku og geti svarað í sömu mynt,“ sagði Pétur sem bætir við að löngu hefði átt að vera byrjað að grípa til raunverulega aðgerða „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins stefna á það að tryggja tvo milljarða á næstu árum svo efla megi þróun í íslenskri máltækni. Sérfræðingar hafa bent á að íslenska tungan sé í hættu verði ekkert gert. Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, ræddi verkefni samtakanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en tilkynnt var áætlanir þeirra um að efla íslenska máltækni fyrr í mánuðinum.„Við höfum lagt til að það verði gerð einhverskonar markviss áætlun þar sem að settar verða í þetta nokkuð hundruð milljónir á ári. Við höfum talað um tvö til þrjú hundruð milljónir sem að koma annars vegar frá ríkinu, menn sæki um fé og svo koma fyrirtæki og stofnanir og aðrir með peninga á móti þannig að þetta margfaldi hvert annað,“ sagði Pétur en alls er vilji fyrir því að leggja um tvo milljarða í verkefnið. Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þróun í íslenskri máltækni og þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu.Eiríkur RögnvaldssonVísir/ValliVantar eftirfylgnina Pétur tekur undir þá gagnrýni sem Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur sett fram varðandi aðgerðaleysi stjórnvalda en í samtali við Vísi á síðasta ári benti Eiríkur á að hann hefði þrívegis tekið þátt í skýrslugerð til stjórnvalda um brýnar aðgerðir í íslenskri máltækni síðustu fimmtán árin. „Það er búið að tala um þessa máltækni í áratugi. Það hafa verið skrifaðar margar skýrslur en núna með þessum öru tæknibreytingum og og gífurlegu fjölgun á raddstýrðum tækjum hvort sem það eru símar, sjónvörp, bílar eða hvað sem það er. Stjórnmálamenn og þingið hefur ályktað um að styðja við máltækni og styðja við íslenskuna. Það hefur vantað eftirfylgnina,“ sagði Pétur. Fastlega er gert ráð fyrir að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé einskonar stafrænn aðstoðarmaður sem geti skilið flóknar fyrirskipanir, ekki ólíkt því sem mátti sjá í kvikmyndinni Her sem vakti mikla athygli árið 2013. Stórfyrirtæki vinna hörðum höndum að því að þróa slíkar vörur og æ fleiri líta dagsins ljós með hverjum deginum sem líður. Pétur segir að Íslendingar hafi hreinlega ekki efni á því að sitja mikið lengur eftir. „Ég held að það sé bara ekkert í boði fyrir okkur Íslendinga. Við þurfum að geta hugsað og talað á tungumálinu, geta haldið áfram að búa til góðan skáldskap og fylgja samfélagsþróun almennt. Ef að við erum ekki með djúpa þekkingu á íslensku og heldur ekki á öðru tungumáli þá held ég að samfélagið í heild muni dragast aftur úr þróun í öðrum löndum,“ sagði Pétur. Hann segir að brýn verkefni séu fyrir hendi til þess að vinna upp það forskot sem önnur tungumál hafa á íslenskuna. „Að geta fengið tölvuforrit sem leiðrétta fyrir mann texta samkvæmt íslenskum málreglum í fyrsta lagi og í öðru lagi að geta fengið almennilegar þýðingar á útlenskum texta meira eða minna fullkominn út úr tölvunum og í þriðja lagi að það sé hægt að tala við tölvurnar þannig að þær skilji íslensku og geti svarað í sömu mynt,“ sagði Pétur sem bætir við að löngu hefði átt að vera byrjað að grípa til raunverulega aðgerða „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Íslenska á tölvuöld: Atvinnulífið skaffar milljónir til stuðnings tungumálinu Bara fyrsta skrefið, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins. 12. maí 2016 15:45
Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00
Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15