Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hvetur almenning til að halda sig fjarri Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og fylgjast frekar með umfjöllun í fjölmiðlum.
Lögreglan hefur lokað stærra svæði við Hafnarfjarðarhöfn en upphaflega var lagt upp með.
Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ásgeir við Hafnarfjarðarhöfn upp úr klukkan 22 í kvöld. Ásgeir útskýrði aðgerðir lögreglu þegar skipið leggst að bryggju en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Bein útsending verður á Vísi frá komu Polar Nanoq um klukkan 23.
Lögregla hvetur almenning til að halda sig heima og fylgjast með umfjöllun fjölmiðla
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar