Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 00:39 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu um klukkan hálf eitt í nótt. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33