Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Snærós Sindradóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. janúar 2017 06:00 Þrír skipverjar voru leiddir frá borði Polar Nanoq um miðnætti. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Jóhann Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57