Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Snærós Sindradóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. janúar 2017 06:00 Þrír skipverjar voru leiddir frá borði Polar Nanoq um miðnætti. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Jóhann Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“