Innlent

Færeyskir og grænlenskir fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála

atli ísleifsson skrifar
Skjáskot af vef BT í morgun.
Skjáskot af vef BT í morgun.
Fjölmiðlar á Grænlandi og Færeyjum hafa fylgst grannt með framvindunni í máli Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á laugardagsmorgun.

Þrír grænleskir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq voru handteknir í gær og eru með stöðu sakbornings í málinu. Þeir hafa verið yfirheyrðir í nótt. Rannsókn tæknideildar lögreglu á skipinu sjálfu er nú lokið. Margir skipverjar Polar Nanoq eru færeyskir.

Grænlensku fjölmiðlarnir Sermitsiaq (hér, hér, hér og hér) og KNR (hér, hér og hér) hafa báðir birt fréttir um nýjustu vendingar í málinu, líkt og færeysku miðlarnir KVF (hér, hér og hér), in.fo (hér og hér) og Portal.

Sömuleiðis birtu norska stórblaðið Verdens Gang frétt um málið í gærkvöldi og danska blaðið BT frétt í morgun.


Tengdar fréttir

Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði

Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×