Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:03 Víðtæk leit stendur yfir. vísir/vilhelm Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira