Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 12:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00
Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43