Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 19:24 Regina C við bryggju í Hafnarfirði í gærkvöldi. Á myndinni má sjá þegar lögreglubíll flytur skipverja af Polar Nanoq frá höfninni um miðnætti í gær. Vísir Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jóan Pauli, skipstjóri á grænlenska togaranum Regina C, segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. Grænlendingarnir fljúga heim til Nuuk í kvöld eins og til stóð allan tímann. Grænlenska ríkisútvarpið greindi frá því í dag að skipverjarnir hefðu orðið fyrir aðkasti í íslenskri verslun þar sem þeir voru að kaupa sér sælgæti og tímarit. Haft var eftir Svend Christensen að mennirnir hefðu fengið orð í eyra í umræddri búð, þeim verið blótað og því hafi verið tekin sú ákvörðun að dvelja ekki lengur á Íslandi í ljósi þessa.Tvær ókurteisar konur Svend Christensen var ekki svo harðorður í samtali við Vísi í dag en hann fékk upplýsingarnar um málið frá starfsmanni á skrifstofunni í Nuuk. Virðist sem upplýsingarnar hafi eitthvað skolast til. Skipstjórinn Jóan Pauli frá Færeyjum segir að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Fyrir það fyrsta hafi aðeins einn úr áhöfninni farið í umrædda búð. Skipverjanum hafi ekki verið vísað úr búðinni af verslunareigendum heldur hafi tvær konur sagt honum að vera úti. Hann segir ekki ástæðu til að gefa upp í hvaða verslun þetta hafi gerst enda ekki við verslunareigendur að sakast. Jóán og skipverjarnir skilji vel reiði almennings í ljósi þess alvarlega máls sem hvarf Birna Brjánsdóttir sé. Þeir hafi sjálfir fylgst með gangi mála í gærkvöldi þegar Polar Nanoq kom í Hafnarfjarðarhöfn en Regina C liggur við sama bakka og Polar Nanoq. Skipverjar gera sér vel grein fyrir umstangi málsins. Skipverjar hafi á því skilning. Af þeim sökum hafi þeir meðvitað ákveðið að vera lítið á meðal almennings, ekki skellt sér á krá eða neitt slíkt.Áttu að halda heim í dag Þeir hafi alltaf fengið góðar móttökur á Íslandi ef frá er talið þetta atvik í dag sem þeir taka sjálfir ekki alvarlega að sögn Jóans. Þá hafi legið fyrir, þegar haldið var frá Nuuk í Grænlandi þann 12. janúar síðastliðinn til Íslands, að umræddir skipverjar færu aftur til Grænlands í dag. Það sé því engin breyting á því að sögn Jóans. Svend segir að Regina C hafi verið reglulegur gestur í höfnum Íslands, bæði á Akureyri og Hafnarfirði. Samskiptin hafi alltaf verið góð og vonar hann að það verði uppi á teningnum eftir þrjár vikur þegar hann mætir sjálfur ásamt áhöfn til að sækja Reginu C.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45