Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2017 08:00 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“