Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 12:43 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira