Angelina Jolie ákvað að njóta sín ásamt börnum sínum sex í Colorado á skíðum um jólin. Myndir náðust af henni og tvíburunum Knox og Vivienne ásamt Shiloh. Fjölskyldan leit út fyrir að njóta sín vel á meðan þau tóku sér smá pásu frá skíðunum til þess að rölta um miðbæinn.
Mæðgurnar Angelina og Vivienne voru í stíl í öllu svörtu á meðan Shiloh og Knox voru í töffaralegum brettafötum.
Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla eru þetta búin að vera verstu jól Brad Pitt en hann og Angelina skildu í september í fyrra.
