Grindvíkingar fengu ekki góða áramótagjöf frá kananum sínum | „Vonandi blessun í dulargervi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 15:20 Ashley Grimes. Vísir/Anton Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að hin bandaríska Ashley Grimes hafi tilkynnt þeim þann 28. desember að hún myndi ekki snúa til baka eftir jólafrí. „Auðvitað hefði verið best að fá að vita af þessari ákvörðun Ashley um leið og hún hélt heim í jólafrí en við teljum allar líkur á að hún hafi þá þegar verið búin að taka ákvörðunina. Betra er samt seint en aldrei,“ segir í fréttinni. Ashley Grimes var með 23,9 stig, 10,9 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í þrettán leikjum sínum fyrir jól. Hún hækkaði framlag sitt í hverjum mánuði en í desember var hún með 25,7 stig, 11,3 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. „Ashley skilaði ágætis tölum en miðað við hæfileikana sem í henni búa er deginum ljósara að hún „feel-aði“ sig ekki vel á Íslandi því hún sýndi bara brotabrot og gaf lítið af sér. Þess vegna mun þetta vonandi reynast blessun í dulargervi en allar klær eru úti til að finna nýjan Kana og koma honum á skerið sem fyrst,“ segir ennfremur í fréttinni. Bjarni Magnússon tók við liðinu af Birni Steinari Brynjólfssyni á miðju tímabili en hann getur ekki verið á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á nýju ári sem er á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. „Kvennaliðið lenti í meiri hrakningum í jólafríinu því Bjarni Magnússon þjálfari, veikist nokkuð illa stuttu fyrir jól og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkra daga en er kominn heim og er á góðum batavegi. Ekki er um alvarleg veikindi að ræða en hann þarf einhverja daga til að jafna sig og mun gamla kempan Ellert Sig Magnússon taka við keflinu á meðan og stýrir liðinu í fyrsta leik eftir jólafrí á laugardag en þá mætum við Stjörnunni á heimavelli,“ segir í fréttinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Kvennaliði Grindavíkur gekk ekki vel í fyrri hluta Domino´s deildarinnar og ekki fór jólafríið heldur vel með liðið. Liðið mætir til leiks bæði án bandarísks leikmanns og aðalþjálfara í fyrsta leik á nýju ári. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að hin bandaríska Ashley Grimes hafi tilkynnt þeim þann 28. desember að hún myndi ekki snúa til baka eftir jólafrí. „Auðvitað hefði verið best að fá að vita af þessari ákvörðun Ashley um leið og hún hélt heim í jólafrí en við teljum allar líkur á að hún hafi þá þegar verið búin að taka ákvörðunina. Betra er samt seint en aldrei,“ segir í fréttinni. Ashley Grimes var með 23,9 stig, 10,9 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í þrettán leikjum sínum fyrir jól. Hún hækkaði framlag sitt í hverjum mánuði en í desember var hún með 25,7 stig, 11,3 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. „Ashley skilaði ágætis tölum en miðað við hæfileikana sem í henni búa er deginum ljósara að hún „feel-aði“ sig ekki vel á Íslandi því hún sýndi bara brotabrot og gaf lítið af sér. Þess vegna mun þetta vonandi reynast blessun í dulargervi en allar klær eru úti til að finna nýjan Kana og koma honum á skerið sem fyrst,“ segir ennfremur í fréttinni. Bjarni Magnússon tók við liðinu af Birni Steinari Brynjólfssyni á miðju tímabili en hann getur ekki verið á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á nýju ári sem er á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. „Kvennaliðið lenti í meiri hrakningum í jólafríinu því Bjarni Magnússon þjálfari, veikist nokkuð illa stuttu fyrir jól og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi nokkra daga en er kominn heim og er á góðum batavegi. Ekki er um alvarleg veikindi að ræða en hann þarf einhverja daga til að jafna sig og mun gamla kempan Ellert Sig Magnússon taka við keflinu á meðan og stýrir liðinu í fyrsta leik eftir jólafrí á laugardag en þá mætum við Stjörnunni á heimavelli,“ segir í fréttinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira