Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 3. janúar 2017 20:22 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira