Verið að ganga í störf annarra þó menn fái sér bara kók og prins um borð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2017 10:40 Formaður verkalýðsfélagsins tók á móti Sigurfara GK í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi. víkurfréttir/hilmar „Okkar túlkun er sú að það er verið að ganga í störf okkar félagsmanna, þó menn borði bara kók og prins á meðan en ekki að elda einhverjar stórsteikur,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. Grunur leikur á að skipstjóri og vélstjórnarmenn hafi gengið í önnur störf á skipunum. Eru þeir meðal annars taldir hafa unnið störf matsveina um borð, sem nú eru í verkfalli. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis tók á móti skipunum síðdegis í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi.Meiri afleiðingar en bara sekt Kristján segir verkfallsbrot af þessum toga hafa í för með sér meiri afleiðingar en bara sektarákvæði því þau tefji líka fyrir samningaviðræðunum sem nú standa yfir. „Við höfum ekki mikinn áhuga á að ræða við samtök útvegsmanna um að gera nýja kjarasamninga ef þau eru að brjóta verkfallið. Þetta er ekkert bara eitthvert sektarákvæði og svo bara allir góðir. Við munum beina því til samninganefndarinnar og forsvarsmanna Sjómannasambandsins að taka þessi atvik upp við samningaborðið á næsta fundi.“Sektin sem Sigurfari fékk í hendurnar í gær.víkurfréttir/hilmarAðspurður segir Kristján sektina renna í félagssjóð viðkomandi stéttarfélags. „Núna erum við að skoða lögskráninguna og sjá hvar matsveinarnir hafa verið, í hvaða stéttarfélögum. Svo er þetta innheimtuferli og einhverjir lögfræðingar hafa ágætistekjur við að rukka þetta,“ segir hann. Það sé þó ekki aðalatriðið.Staðan botnfrosin og ömurleg „Aðalatriðið er að menn virði kjarasamninga og það hefur verið í gegnum árin að þessi útgerð hefur alltaf virt við okkur kjarasamninga. Þetta er túlkunaratriði þeirra. Útgerðin taldi sig í góðri trú um það að ef þeir væru ekki með félagsmenn sem væru í deilu á sjó, væru einungis með yfirmenn, þ.e stýrimenn og vélstjóra.“ Þá segir Kristján stöðuna í samningaviðræðunum erfiða. „Hún er bara botnfrosin og ömurleg. Hún er erfið og komin í hefðbundnar stríðsyfirlýsingar um kenningar og upphrópanir. En þegar við sjáum hvað sjómenn hafa átt erfitt með að ná sínum málum þá sjáum við að þetta hefur yfirleitt endað með lögum.“ Líkt og Kristján bendir á virðist ekki sjást til lands í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og áætlað er að verkfallið hafi kostað þjóðarbúið tíu milljarða.Kristján ræddi málin í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann með því að smella hér. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
„Okkar túlkun er sú að það er verið að ganga í störf okkar félagsmanna, þó menn borði bara kók og prins á meðan en ekki að elda einhverjar stórsteikur,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. Grunur leikur á að skipstjóri og vélstjórnarmenn hafi gengið í önnur störf á skipunum. Eru þeir meðal annars taldir hafa unnið störf matsveina um borð, sem nú eru í verkfalli. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis tók á móti skipunum síðdegis í gær með hálfrar milljón króna sekt í hendi.Meiri afleiðingar en bara sekt Kristján segir verkfallsbrot af þessum toga hafa í för með sér meiri afleiðingar en bara sektarákvæði því þau tefji líka fyrir samningaviðræðunum sem nú standa yfir. „Við höfum ekki mikinn áhuga á að ræða við samtök útvegsmanna um að gera nýja kjarasamninga ef þau eru að brjóta verkfallið. Þetta er ekkert bara eitthvert sektarákvæði og svo bara allir góðir. Við munum beina því til samninganefndarinnar og forsvarsmanna Sjómannasambandsins að taka þessi atvik upp við samningaborðið á næsta fundi.“Sektin sem Sigurfari fékk í hendurnar í gær.víkurfréttir/hilmarAðspurður segir Kristján sektina renna í félagssjóð viðkomandi stéttarfélags. „Núna erum við að skoða lögskráninguna og sjá hvar matsveinarnir hafa verið, í hvaða stéttarfélögum. Svo er þetta innheimtuferli og einhverjir lögfræðingar hafa ágætistekjur við að rukka þetta,“ segir hann. Það sé þó ekki aðalatriðið.Staðan botnfrosin og ömurleg „Aðalatriðið er að menn virði kjarasamninga og það hefur verið í gegnum árin að þessi útgerð hefur alltaf virt við okkur kjarasamninga. Þetta er túlkunaratriði þeirra. Útgerðin taldi sig í góðri trú um það að ef þeir væru ekki með félagsmenn sem væru í deilu á sjó, væru einungis með yfirmenn, þ.e stýrimenn og vélstjóra.“ Þá segir Kristján stöðuna í samningaviðræðunum erfiða. „Hún er bara botnfrosin og ömurleg. Hún er erfið og komin í hefðbundnar stríðsyfirlýsingar um kenningar og upphrópanir. En þegar við sjáum hvað sjómenn hafa átt erfitt með að ná sínum málum þá sjáum við að þetta hefur yfirleitt endað með lögum.“ Líkt og Kristján bendir á virðist ekki sjást til lands í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og áætlað er að verkfallið hafi kostað þjóðarbúið tíu milljarða.Kristján ræddi málin í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið við hann með því að smella hér.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11
Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34
Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00