Ekki búið að raða í ráðherrastóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. janúar 2017 22:22 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“ Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ganga ágætlega, en að ekki sé búið að raða niður í embætti. Hann segist jafnframt telja að allir séu sammála um að grípa þurfi til aðgerða vegna ástandsins í heilbrigðiskerfinu. Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég veit nú ekki hvernig maður á að orða það en þessi vinna gengur ágætlega. Við höfum verið á hverjum degi að fara yfir málin og sitjum aðeins yfir og erum að reyna að orða hlutina og átta okkur á dýptinni í samtalinu. Þetta gengur ágætlega en við erum kannski ekki búin að landa þessu ennþá,“ segir Óttarr í samtali við fréttastofu.Þið eruð náttúrulega ekki í óformlegum viðræðum lengur. Þið eruð í raun og veru að smíða stjórnarsáttmála?„Já það má segja að það endi í því en við erum að fara yfir alla málaflokka og skoða. Bæði út frá því sem flokkarnir hafa verið að segja, en líka út frá því sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Vinnuna í þinginu með fjárlögin og svo framvegis sem sýna kannski forgangsröðunina í því sem skiptir máli. Auðvitað efnahagsmálin, staðan í efnahagsmálunum. Staðan í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að allir séu sammála um að þurfi að gera heilmikið í. Þannig að við erum hægt og rólega að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað með hverjum deginum þá verður maður aðeins bjartsýnni.“Þannig að þið eruð auðvitað, eins og þú segir, ekki bara í þessum málum sem hafa verið kölluð erfiðu málin. Þið eruð auðvitað að fara í alla málaflokka því þeir þurfa að vera klárir ef þið ætlið að vinna saman?Já það þarf allavega að vera á tæru að við séum tilbúin að vinna saman í öllum málum og ég held að það sem hafi breyst á þessum mánuðum er að allir flokkarnir og allir í pólitíkinni meðvitaðri um þessa ábyrgð að þurfa að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún má ekki bara vera óskastjórn þessara flokka sem taka þátt í henni, heldur líka hugsa um allan almenning í landinu.Vísir greindi frá því fyrr í dag að búið væri að ákveða ráðuneytisfjölda og að Sjálfstæðisflokkur fengi fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo, en aðspurður segir að ekki sé búið að raða niður í embættin „Það er ekki komið svo langt að það sé búið að ákveða þetta, en auðvitað höfum við verið að skoða verkaskiptinguna með öðru. Það er ljóst að það verða ráðherrar í þessari ríkisstjórn en við erum ekki búnir að raða niður í embættin ennþá.“
Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira