Jeppinn rúllaði í sjóinn af ferju Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 10:20 Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent
Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent