Rannsókn á hvarfi Friðriks: „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 10:27 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, á flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30