Kuznetsov kallaður aftur til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2017 10:41 Flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39
Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26