Stofnanir flokkanna þriggja koma saman annað kvöld Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 19:11 Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu samþykkja stjórnarsáttmála flokkanna þriggja í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið. Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. Í gær voru 10 vikur frá því að Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Síðan þá hafa þrír formenn stjórnmálaflokka fengið umboð til stjórnarmyndunar og daglega hefur í fjölmiðlum verið rætt um að hinir og þessar hafi átt í formlegum eða óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. En nú sér fyrir endan á þessari stjórnarkreppu eins og sumir stjórnmálafræðingar hafa orðað það. Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar eftir hádegi í dag til að ræða þær athugasemdir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks gerði við drög að stjórnarsáttmála flokkanna í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að forystufólk flokkanna samþykki stjórnarsáttmálann í endanlegri mynd í kvöld, en það gæti þó gerst í fyrramálið. Í þeim kafla stjórnarsáttmálans er snýr að landbúnaðarmálum kemur fram að búvörusamningar verði endurskoðaður árið 2019 en það er í samræmi við þær breytingar sem Alþingi samþykkti á samningunum í fyrra. Þá liggur fyrir að ráðist verður í endurskoðun á peningastefnunni og átak gert í uppbyggingu innviða. Þingmenn flokkanna þriggja hafa í samtölum við fréttastofu sagt að ekki verði að finna neinar meiriháttar kerfisbreytingar í sáttmálanum. Agi í ríkisfjármálum, stöðugleiki og uppbygging innviða séu ákveðið grunnstef í sáttmálanum. Áður en ný ríkisstjórn verður kynnt þurfa stofnanir flokkanna þriggja að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðað til fundar annað kvöld í Valhöll og þá mun ráðgjafaráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar koma saman á sama tíma. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær verður ný ríkisstjórn flokkanna kynnt á þriðjudag eða miðvikudag, en líklegra er talið að það verði á þriðjudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu samþykkja stjórnarsáttmála flokkanna þriggja í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið. Stofnanir flokkanna munu koma saman annað kvöld til að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn en gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á þriðjudag. Í gær voru 10 vikur frá því að Íslendingar gengu til Alþingiskosninga. Síðan þá hafa þrír formenn stjórnmálaflokka fengið umboð til stjórnarmyndunar og daglega hefur í fjölmiðlum verið rætt um að hinir og þessar hafi átt í formlegum eða óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. En nú sér fyrir endan á þessari stjórnarkreppu eins og sumir stjórnmálafræðingar hafa orðað það. Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar eftir hádegi í dag til að ræða þær athugasemdir sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks gerði við drög að stjórnarsáttmála flokkanna í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að forystufólk flokkanna samþykki stjórnarsáttmálann í endanlegri mynd í kvöld, en það gæti þó gerst í fyrramálið. Í þeim kafla stjórnarsáttmálans er snýr að landbúnaðarmálum kemur fram að búvörusamningar verði endurskoðaður árið 2019 en það er í samræmi við þær breytingar sem Alþingi samþykkti á samningunum í fyrra. Þá liggur fyrir að ráðist verður í endurskoðun á peningastefnunni og átak gert í uppbyggingu innviða. Þingmenn flokkanna þriggja hafa í samtölum við fréttastofu sagt að ekki verði að finna neinar meiriháttar kerfisbreytingar í sáttmálanum. Agi í ríkisfjármálum, stöðugleiki og uppbygging innviða séu ákveðið grunnstef í sáttmálanum. Áður en ný ríkisstjórn verður kynnt þurfa stofnanir flokkanna þriggja að samþykkja þátttöku flokkanna í ríkisstjórn. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðað til fundar annað kvöld í Valhöll og þá mun ráðgjafaráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar koma saman á sama tíma. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær verður ný ríkisstjórn flokkanna kynnt á þriðjudag eða miðvikudag, en líklegra er talið að það verði á þriðjudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00 Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00
Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“ Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. 6. janúar 2017 09:00
Ljóst að þriggja flokka ríkisstjórn verður að veruleika Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð verði að veruleika 7. janúar 2017 18:49