Píratar ætla ekki að leggja fram vantrauststillögu á nýja ríkisstjórn að sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 22:57 Einar Brynjólfsson gengur rösklega við hlið Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy Vísir/Anton „Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
„Auðvitað ræðum við þetta óformlega en við erum ekki búin að taka neina sérstaka ákvörðun um næstu skref,“ segir Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata aðspurður hvort að rætt hafi verið á flokksfundi Pírata í dag sú hugmynd að lýsa yfir vantrausti á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Menn eru, að sögn Einars, að kasta þessari hugmynd á milli sín. Einar nefnir að Píratar vilji hins vegar leyfa málum aðeins að þróast og nefnir hann að ef vantraust yrði sett fram yrði það líklega felt þar sem meirihluti sé á þingi. „Við erum ekki að tala um að leggja fyrir vantrauststillögu á Alþingi sjálfu. Við erum ekki komin svo langt.“segir Einar og bendir í þessu samhengi á yfirlýsingu þingflokksins sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld.Sjá einnig: Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“Þar kom meðal annars fram að Píratar hvettu umboðsmann Alþingis að skoða hvort að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi í raun brotið gegn siðareglum ráðherra með því að vera ónákvæmur í svörum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. „Þetta snýst ekki um það að við vantreystum ekki Bjarna Benediktssyni og hans fólki. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um raunhæfa möguleika og við þurfum ekki að vera með upphrópanir á torgum úti. Við erum hneyksluð. Við höfum sagt það og sýnt oftsinnis í okkar málflutningi þegar svona mál hafa borið á góma,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Ekki einhugur í stjórn Bjartrar framtíðar sem samþykkti stjórnarsáttmálann Sjötíu manns kusu um sáttmálann á fundinum, þar af sagði 51 já, einn skilaði auðu og 18 manns sögðu nei. 9. janúar 2017 22:57
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04